Birkir svikinn (af mér)
Daginn
Ég var frekar hress og í góðum fíling eftir að mér hafði verið boðið að fara til Skotlands að spila golf núna þ. 24. - 27. apríl, alveg þangað til að ég áttaði mig á því daginn eftir að ég missi af 30 ára stórafmæli Birkis snillings. Það má með sanni segja að það sé ekki glæsileg frammistaða að missa af þessu, en hitt er tilboð sem ég gat ekki hafnað, frítt golf í Skotlandi í hjarta golfíþróttarinnar, St. Andrews. Ég sé bara til þess að ég drekki jafn marga gula og þið hinir sem farið á Oliver til heiðurs Birki og co. Auk þess verður maður að þamba nokkra gula með Haggish-inu sem maður verður auðvitað að prófa (hef reyndar einu sinni prófað það og mér fannst það ágætt).
Jájá, skoskt slátur, golf og rennandi gulir er það sem koma skal eftir viku eða svo. Ég geri sjálfum mér þó ekki þann óleik að vera ekki heima þegar ég sjálfur á afmæli nk. þriðjudag, þann mikla dag jarðarinnar 22. apríl.
Birkir, ég biðst afsökunar á þessu framferði mínu.
Kv.
Steini
Wednesday, April 16, 2008
Wednesday, April 02, 2008
Góðan dag
Nú er það glært maður, alla veganna miðað við það sem rennur úr nefinu á manni síðustu daga og í dag, ljóta helv. flensan sem maður hefur náð sér í, hreinlega óþolandi.
Best að skipta þessu bloggi í tvennt, líkt og í Eyjum þar sem menn tala fyrir og eftir gos, þá ætla ég að ræða um málin fyrir og eftir flensu!
Fyrir flensu
Mikið gekk á fyrir flensu, fór til Jeddah í annað sinn og flaug slatta áður en ég kom heim aftur, en heimkoman var á Páskadagskvöld. Stemmarinn í Jeddah var fínn, Hjalti og Eyfi voru þar til að byrja með og náðum við góðri stemmningu með brugguðum skítabjór á Azzam. Fínt stöff maður sögðum við og skáluðum :D
Eftir að heim var komið var farið á skíði, hvað annað, tók Hjaltann að sjálfsögðu á orðinu og sótti hann í G5 kl. 0930 á sl. laugardag, drifum okkur í Skálafellið og skíðuðum við þar með smá kaffipásum í 5,5 klst. Þetta var að sjálfsögðu þvílíkt gaman og verður þetta vonandi endurtekið fljotlega. Um kvöldið fékk ég svo nokkra úr saumaklúbbi Icelandair í heimsókn, mætti nánast allt liðið sem var með mér á námskeiði hjá Ice og myndaðist fín stemmning sem gerði það að verkum að maður fór inn á NASA í fyrsta skipti á ævinni, já, tónleikar með Nýdönsk og Danni að syngja með, þvílíkt comeback í gangi hjá þessari laaaaaaaaaaaang bestu hljómsveit Íslands allra tíma! Daginn eftir var maður svolítið mikið glær og skildi ég ekkert í því!!!
Eftir flensu
Ég skildi ekkert í því á sunnudaginn af hverju í andskotanum ég væri svona helv. þunnur, drakk ekki svo mikið, ekkert niður í bæ að ráði og átti ekkert að vera í neinu rugli, svo bara versnaði þynnkan og versnaði og allt í einu var þynnkan bara farin að nálgast 40°C!!! Karlinn bara massa veikur, ber ekki minni til hvenær ég varð veikur síðast, þannig að þetta er frekar magnað. Við getum orðað það þannig að maður veit nú hvernig er að standa við hliðina á kirkjubjöllu á meðan hamrað er í hana! Höfuðverkurinn þvílíkur, allar heimsins sinfóníur spilandi í hausnum á manni á sama tíma og þar að auki hefur lúðurinn minn ekkert gefið eftir í sinfóníunum þar sem maður blæs úr honum endalaust allan daginn glæra stöffinu sem þykir víst ekki svo aðlandi. Í dag er ég hitalaus en lúðurinn er enn ekkert farinn að gefa eftir, maður vonar að þessum lúðrablæstri fari að ljúka fljótlega svo maður geti nú farið í kaffi með liðinu og á skíði aftur svona rétt áður en því lýkur fram að næstra vetri.
Segi þetta gott í bili
L8er
Nú er það glært maður, alla veganna miðað við það sem rennur úr nefinu á manni síðustu daga og í dag, ljóta helv. flensan sem maður hefur náð sér í, hreinlega óþolandi.
Best að skipta þessu bloggi í tvennt, líkt og í Eyjum þar sem menn tala fyrir og eftir gos, þá ætla ég að ræða um málin fyrir og eftir flensu!
Fyrir flensu
Mikið gekk á fyrir flensu, fór til Jeddah í annað sinn og flaug slatta áður en ég kom heim aftur, en heimkoman var á Páskadagskvöld. Stemmarinn í Jeddah var fínn, Hjalti og Eyfi voru þar til að byrja með og náðum við góðri stemmningu með brugguðum skítabjór á Azzam. Fínt stöff maður sögðum við og skáluðum :D
Eftir að heim var komið var farið á skíði, hvað annað, tók Hjaltann að sjálfsögðu á orðinu og sótti hann í G5 kl. 0930 á sl. laugardag, drifum okkur í Skálafellið og skíðuðum við þar með smá kaffipásum í 5,5 klst. Þetta var að sjálfsögðu þvílíkt gaman og verður þetta vonandi endurtekið fljotlega. Um kvöldið fékk ég svo nokkra úr saumaklúbbi Icelandair í heimsókn, mætti nánast allt liðið sem var með mér á námskeiði hjá Ice og myndaðist fín stemmning sem gerði það að verkum að maður fór inn á NASA í fyrsta skipti á ævinni, já, tónleikar með Nýdönsk og Danni að syngja með, þvílíkt comeback í gangi hjá þessari laaaaaaaaaaaang bestu hljómsveit Íslands allra tíma! Daginn eftir var maður svolítið mikið glær og skildi ég ekkert í því!!!
Eftir flensu
Ég skildi ekkert í því á sunnudaginn af hverju í andskotanum ég væri svona helv. þunnur, drakk ekki svo mikið, ekkert niður í bæ að ráði og átti ekkert að vera í neinu rugli, svo bara versnaði þynnkan og versnaði og allt í einu var þynnkan bara farin að nálgast 40°C!!! Karlinn bara massa veikur, ber ekki minni til hvenær ég varð veikur síðast, þannig að þetta er frekar magnað. Við getum orðað það þannig að maður veit nú hvernig er að standa við hliðina á kirkjubjöllu á meðan hamrað er í hana! Höfuðverkurinn þvílíkur, allar heimsins sinfóníur spilandi í hausnum á manni á sama tíma og þar að auki hefur lúðurinn minn ekkert gefið eftir í sinfóníunum þar sem maður blæs úr honum endalaust allan daginn glæra stöffinu sem þykir víst ekki svo aðlandi. Í dag er ég hitalaus en lúðurinn er enn ekkert farinn að gefa eftir, maður vonar að þessum lúðrablæstri fari að ljúka fljótlega svo maður geti nú farið í kaffi með liðinu og á skíði aftur svona rétt áður en því lýkur fram að næstra vetri.
Segi þetta gott í bili
L8er
Wednesday, March 05, 2008
3ja vikna útlegð hefst á morgun.
Þakka öllum þeim sem ég hitti í fjöllunum síðustu vikuna og bið að heilsa í bili.
Að lokum bendi ég á http://blogg.visir.is/brussulina/2008/03/04/39/ því mér finnst það mjög fyndið!
kv.
Champinn
Þakka öllum þeim sem ég hitti í fjöllunum síðustu vikuna og bið að heilsa í bili.
Að lokum bendi ég á http://blogg.visir.is/brussulina/2008/03/04/39/ því mér finnst það mjög fyndið!
kv.
Champinn
Monday, March 03, 2008
Thursday, February 28, 2008
Góðan daginn
Eftir að hafa verið bjargað út af björgunarsveitum á Suðurnesjum þegar ég kom heim síðast ákvað á eftir á að þessi heimferð ætti að vera MEGA skemmtileg!
Árshátíð með hjúkkum, partý helgina á eftir hjá Höddu Hrund (vinkonu Lilju) með massa stemmara á Thorvaldsen á eftir. Ekki slæm byrjun. Smíðaði skápinn undir gítardótið sem er kominn upp, massa flottur og öflugur, segið svo að maður noti ekki verkfærin sín :)
En aðal málið er það, að skíðafæri hefur mjög öflugt og massivt enda karlinn kominn með massa dellu. Keypti massa skíði og skó, buxur, hjálm og allan pakkann, sá aðeins á buddunni eftir á en who cares!!! Þetta keypti ég allt á mánudagsmorgun sl. og svo var farið í Skálafell á mánudagskvöldið, Bláfjöll í fyrradag og í gær, og stefnt er á Skálafell í kvöld, stóllinn opinn þar og massa stemmari í uppsiglingu. Lilja hefur verið mér til halds og trausts alveg þangað til í gær, en þá fórum við Ómar saman í Bláfjöll og það var ekki leiðinlegt, Ómarinn hafði reyndar komið daginn áður með mér og Lilju enda alltaf stemmari að hanga með okkur ;)
Á myndunum sést hvar maður er eins og lúði í Hlíðarfjallinu í janúar, en þangað fórum við Lilja í byrjun janúar og skemmtum okkur, aðrar myndir eru úr Bláfjöllunum sl. 2 daga. Dellan kom í Hlíðarfjallinu augljóslega enda ekki stigið á skíði í 16 ár er við fórum þangað. Já, ekki laust við að maður þyrfti nokkrar ferðir til að rifja upp Kerlingarfjallataktana sem maður bauð upp á hér í den. Jájá, svo er bara að halda áfram. Læt nokkrar myndir fylgja með hér.
Allir í fjölllin!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
P.S.
Runa, þú ert tekin á orðinu með skíðadæmið um páskana fyrir norðan ;)
l8er
Monday, December 31, 2007
Takk fyrir árið sem er að líða
Gott fólk nær og fjær, nú sit ég og pæli í árinu sem er að líða ásamt því að velta því fyrir mér hvað gerist á næsta ári. Akkúrat þegar þetta er skrifað er ég með nýjustu plötu Eagles í eyrunum og verð að viðurkenna að þetta er lang besta plata sem hefur komið út í háa herrans tíð. Eiga þeir mikið lof skilið fyrir frábæra plötu sem iljar manni þegar veður er vont og lítið annað að gera en að hanga inni og sötra kaffi og kakó (kakó bara stundum). Eagles er hreinlega ein mesta snilldar hljómsveit allra tíma og færi ég þeim hljómsveitarmeðlimum heillaóskir með von um nýja plötu á komandi ári.
Árið hjá mér hefur verið undarlegt, fróðlegt, merkilegt, fallegt og gjöfult. Í upphafi árs stóðst ég ekki mátið og skipti um vinnustað og margt breyttist í kjölfarið á því. Bómull segja sumir, nagli segi ég og stend við það J
Félagarnir í kringum mig ákváðu allt í einu að fara að þjóna tilgangi lífsins, en hann er auðvitað sá að fjölga mannkyninu ef ég skil þetta allt saman rétt. Hreint ótrúlegt hrina sem átt hefur sér stað í barneignum félaganna á árinu og er það hið besta mál.
Flugið hefur að sjálfsögðu átt sinn stóra sess á árinu og hefur maður komið víða við, en að þessu sinni nenni ég ekki að monta mig af því hvar ég hef verið heldur vil ég frekar monta mig af því hversu mikið heima ég hef verið á árinu, og það er svo hrikalega þægilegt og gott að ég fæ aldrei leið á því.
Þegar maður hugsar til baka og hugsar út í flug sem maður hefur farið til Kosovo, Lagos, Khartoum, Lahore, Karachi og fleiri stríðshrjáðra borga og landa hugsar maður hvers vegna allt þetta helvíti þurfi að eiga sér stað. Það er oft sem maður hugsar til þess hvernig heimurinn væri ef t.d. Martin Luther King og Gandhi væru uppi á okkar tíma. Menn sem breyttu heilu skoðakenningum starfsbræðra sinna og þjóðar sinnar allrar. Menn án spillingar og fordóma gagnvart nokkrum. Gandhi, sem gat haldið trúarhópum múslima og hindúa í friði allt í þágu réttlætis og sjálfstæðis Indlands. Dr. Martin Luther King hefði getað verið gott afl í Afríku, karakter í líkingu við hann sárvantar í Afríku þessa dagana, Bob Geldof lætur fólk syngja um það en enginn hefur fundist til að koma af stað fagnaðarerindi friðar og réttlætis. Ég hef því miður of oft sagt að fólk í löndum eins og Nígeríu og mörgum öðrum Afríkulöndum sé ekki við bjargandi, en þegar hugsað er til baka held ég að heimurinn í dag þarfnist manna sem geta breytt heiminum með friðsamlegum hætti. Áramótaheitið í ár er því einfalt, að tala vel en ekki illa um íbúa þess hluta jarðarinnar sem minnst eiga og minnst fá. Því miður eru 386 dagar þangað til George Bush hættir sem forseti USA og því er það ekki fagnaðarefni fyrr en á þar næsta ári að hann hætti, en vonumst til að Hillary Clinton taki kosningarnar í nóvember og verði þar með fyrsta konan til að gegna forsetaembætti USA. Það er kominn tími á breytingar!
Látum nú árið 2008 vera tíma breytinga!
Gleðilegt ár
Gott fólk nær og fjær, nú sit ég og pæli í árinu sem er að líða ásamt því að velta því fyrir mér hvað gerist á næsta ári. Akkúrat þegar þetta er skrifað er ég með nýjustu plötu Eagles í eyrunum og verð að viðurkenna að þetta er lang besta plata sem hefur komið út í háa herrans tíð. Eiga þeir mikið lof skilið fyrir frábæra plötu sem iljar manni þegar veður er vont og lítið annað að gera en að hanga inni og sötra kaffi og kakó (kakó bara stundum). Eagles er hreinlega ein mesta snilldar hljómsveit allra tíma og færi ég þeim hljómsveitarmeðlimum heillaóskir með von um nýja plötu á komandi ári.
Árið hjá mér hefur verið undarlegt, fróðlegt, merkilegt, fallegt og gjöfult. Í upphafi árs stóðst ég ekki mátið og skipti um vinnustað og margt breyttist í kjölfarið á því. Bómull segja sumir, nagli segi ég og stend við það J
Félagarnir í kringum mig ákváðu allt í einu að fara að þjóna tilgangi lífsins, en hann er auðvitað sá að fjölga mannkyninu ef ég skil þetta allt saman rétt. Hreint ótrúlegt hrina sem átt hefur sér stað í barneignum félaganna á árinu og er það hið besta mál.
Flugið hefur að sjálfsögðu átt sinn stóra sess á árinu og hefur maður komið víða við, en að þessu sinni nenni ég ekki að monta mig af því hvar ég hef verið heldur vil ég frekar monta mig af því hversu mikið heima ég hef verið á árinu, og það er svo hrikalega þægilegt og gott að ég fæ aldrei leið á því.
Þegar maður hugsar til baka og hugsar út í flug sem maður hefur farið til Kosovo, Lagos, Khartoum, Lahore, Karachi og fleiri stríðshrjáðra borga og landa hugsar maður hvers vegna allt þetta helvíti þurfi að eiga sér stað. Það er oft sem maður hugsar til þess hvernig heimurinn væri ef t.d. Martin Luther King og Gandhi væru uppi á okkar tíma. Menn sem breyttu heilu skoðakenningum starfsbræðra sinna og þjóðar sinnar allrar. Menn án spillingar og fordóma gagnvart nokkrum. Gandhi, sem gat haldið trúarhópum múslima og hindúa í friði allt í þágu réttlætis og sjálfstæðis Indlands. Dr. Martin Luther King hefði getað verið gott afl í Afríku, karakter í líkingu við hann sárvantar í Afríku þessa dagana, Bob Geldof lætur fólk syngja um það en enginn hefur fundist til að koma af stað fagnaðarerindi friðar og réttlætis. Ég hef því miður of oft sagt að fólk í löndum eins og Nígeríu og mörgum öðrum Afríkulöndum sé ekki við bjargandi, en þegar hugsað er til baka held ég að heimurinn í dag þarfnist manna sem geta breytt heiminum með friðsamlegum hætti. Áramótaheitið í ár er því einfalt, að tala vel en ekki illa um íbúa þess hluta jarðarinnar sem minnst eiga og minnst fá. Því miður eru 386 dagar þangað til George Bush hættir sem forseti USA og því er það ekki fagnaðarefni fyrr en á þar næsta ári að hann hætti, en vonumst til að Hillary Clinton taki kosningarnar í nóvember og verði þar með fyrsta konan til að gegna forsetaembætti USA. Það er kominn tími á breytingar!
Látum nú árið 2008 vera tíma breytinga!
Gleðilegt ár
Tuesday, December 25, 2007
GLEÐILEG JÓL
Þorláksmessa var runnin upp og ég í N.Y. Ég var pirraður, jólin haldin fjarri fjölskyldunni að öllum líkindum í Brussel því þangað átti ég að fljúga aðfaranótt Aðfangadags og hanga svo þar yfir jólin. Ekki þótti mér þetta skemmtilegt, og síður en svo þegar ég frétti að ég ætti svo ekki að fljúga sjálfur heldur átti bara að fljúga sem farþegi eins og þetta væri akkúrat það sem maður vildi á jólunum, þ.e. að vera í 30 þús. fetum að éta kjúkling í ógeði og drekka instant Nescafé með mjólk, þetta var ekki alveg draumurinn, verð að viðurkennna það. Eftir að hafa spurt mína menn betur út í þá ástæðu að ég ætti ekki sjálfur að fljúga og fékk skrýtin svör, ákvað ég að lokum að segja stopp, hvað er maður að gera, ég hangi ekki í þessu rugli, kem mér bara heim!!! EINA LEIÐIN! Nú fór klikkað ferli í gang sem endaði á því að ég keypti mér miða heim frá N.Y. pakkaði í töskuna og rauk út á flugvöll (heppinn að fá miða, vélin var pakkfull), reyndar rauk maður ekkert þannig út á flugvöll því það tók fok*"#$ 1 klst og 15 min að keyra þangað því umferðin var svo svaðaleg. Jæja, svo var beðið og beðið og beðið eftir mínum mönnum, veður var slæmt og erfið skilyrði en að endingu fór vélin í loftið og var ég kominn í T23 kl. 11 að morgni í gær, JIBBÍ!
Eitt er það sem maður alltaf finnur á jólunum, hvað þau eru alltaf lang best heima á Íslandi, það er einhvern veginn aldrei sami stemmarinn annars staðar á jólunum, viti menn, líka bara hvít jól í ár, magnað max. Eitt vantar þó all rosalega, hún Lilja mín er stödd á Ítalíu í skíðaferð því ekki hafði verið gert ráð fyrir mér heima um jólin og því hafði hún ákveðið að drífa sig í skíðaferð til Madonna. Svona er nú bara heimurinn stundum, "life is like a box of chocolate, you never know what you´re gonna get". Hennar er sárt saknað núna en það verður bara enn skemmtilegra þegar hún kemur heim í byrjun janúar, þá höfum við okkar eigin jól ;)
Elskum nú friðinn og strjúkum á okkur kviðinn eftir jólasteikurnar.
Lifið heil og hafið það sem allra allra best um jólin,
kv.
Champinn